Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Elna Katrín Jónsdóttur, Eygló Eyjólfsdóttir, Gisela Rabe-Stephan, Ingrid Paulsen, Eiríkur Haraldsson

Þýska fyrir þig er kennsluefni í þýsku handa framhaldsskólanemum, alls fyrir fjóra áfanga uk sérstakrar málfræðibókar.

Þýska fyrir þig 1 – Lesbók hefur að geyma 16 kafla með fjölbreyttum textum, jafnt sérsömdu lesefni sem rauntextum, ljóðum og málsháttum. Í hverjum kafla er sett fram á skýran hátt hvaða málfræðiatriðum athyglinni er beint að og hvaða hlustunaræfingar tengjast kaflanum, auk þess sem bent er á áhugaverðar slóðir á netinu. Ítarlegt orðasafn sem spannar orðaforða kaflanna er að finna aftast í bókinni.

Bókinni fylgir margmiðlunardiskur sem hefur að geyma alla bókina, glærur og hlustunarefni. Þar eru stuttar útskýringar á helstu málfræðiatriðum sem fengist er við og hægt er að sjá hvar þau koma fyrir í textanum. Þá má stækka myndir og kort að vild, leita að orðum og fá íslenskar þýðingar á þeim.

Námsefnið Þýska fyrir þig byggist á grunni eldra námsefnis með sama nafni eftir þau Eirík Haraldsson, Elnu Katrínu Jónsdóttur, Eygló Eyjólfsdóttur, Giselu Rabe-Stephan, Ingrid Paulsen og Maju Loebell. Ritstjóri nýju útgáfunnar er Helmut Lugmayr, en Guðfinna Harðardóttir og Kristín L. Kötterheinrich sömdu æfingarnar í vinnubókinni.

Kennarar í þýsku, sem sátu námskeið á vegum félags þýskukennara, gerðu safn gagnvirkra æfinga sem finna má hér.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun