Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurbjörg Þrastardóttir

Ung íslensk kona verður fyrir hrottafenginni líkamsárás í fegurstu borg Ítalíu. Í stað þess að flýja heim í faðm ástvina sinna einsetur hún sér að reyna að ná aftur áttum – og um leið sáttum. Hvert eiga sáttaumleitanir hennar að beinast og hverjum á hún að fyrirgefa? Hún veit ekki hverjir árásarmennirnir eru eða hvar þeirra er að leita.

Sólar saga er frásögn stúlku sem ratar í djúpt myrkur fjarri ástvinum. Hún miðlar einsemd sinni, angist og sorg – og nýjum vonum – til lesandans í gegnum texta sem einkennist af óvenjulegri og myndrænni sýn. Þessi stíleinkenni þekkja þeir sem lesið hafa fyrri verk Sigurbjargar Þrastardóttur en ljóðabækur hennar Blálogaland (1999) og Hnattflug (2000) vöktu verðskuldaða athygli.

Sólar saga er fyrsta skáldsaga Sigurbjargar Þrastardóttur sem markar sér hér nýtt svið með eftirtektarverðum hætti. Sagan hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundsson árið 2002.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun