Bók þessi er hluti af ritröð á sviði lögfræði sem fjallar á heildstæðan hátt um almennar réttarreglur íslensks stjórnsýsluréttar. Bera ritin í ritröðinni eftirfarandi heiti: Stjórnsýslukerfið, Málsmeðferð stjórnvalda, Upplýsingaréttur, Almennar efnisreglur stjórnsýsluréttar, Endurskoðun stjórnvaldsákvarðana, Opinber starfsmannaréttur og Stjórnsýsla á sveitarstjórnarstigi. Ritröðin er í heild unnin undir ritstjórn dr. juris Páls Hreinssonar forseta EFTA-dómstólsins og Trausta Fannars Valssonar dósents við Lagadeild Háskóla Íslands. Höfunda er síðan getið í hverju bindi fyrir sig.
Höfundur bókarinnar er Trausti Fannar Valsson dósent. Meðal mikilvægra umfjöllunarefna í bókinni er aðgengileg lögfræðileg lýsing á stjórnsýslukerfinu, þ.e. á því hverjir fara með stjórnsýsluna, hvernig einstakar skipulagsheildir, stigveldi og yfirstjórn er almennt upp byggð innan kerfisins og hvernig má framselja vald frá einu stjórnvaldi til annars. Í bókinni er einnig lýst á heildstæðan hátt þeim verkefnum sem stjórnvöld sinna og þeim stjórntækjum sem þau hafa til að framkvæma þau. Má líta á hana sem inngang að almennum stjórnsýslurétti.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun