Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Elisabeth Verdick, Marjorie Lisovskis

Allir verða stundum reiðir. En ef þú ert reiður mjög oft … eða ert reiður lengi … eða lendir í vandræðum vegna reiðinnar … eða ef þér líkar ekki hvernig þér líður eða hvað þú gerir þegar þú ert reiður … Þá geturðu tekið ARGIÐ úr reiðinni. 

Það er ekkert flott að vera skapbráður. Þú hefur aflið til að yfirvinna reiðina. Þessi bók segir þér hvernig. Í henni finnirðu: 

• fimm skref til að temja reiðina • sex skref til að leysa reiðivandamálið • leiðir til að finna „reiðihnappana“ þína og „viðvörunarmerki“ líkamans • aðferðir til að róa þig • ráð til að nota „reiðiskynjarann þinn“ • það sem þú getur gert þegar fullorðnir verða reiðir • og margt fleira 

Svo þú þarft ekki að missa móðinn. Notaðu hann frekar. Lærðu að stjórna reiðinni – og þér mun líða frrrábærlega.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun