Xiaomi sjálfvirkur matarskammtari fyrir gæludýr
Gæludýrin okkar eru best í góðri rútínu, með því að tengja matarskammtarann við Xiaomi Home appið er hægt að setja upp tímaplan þar sem magn matar og á hvaða tíma maturinn dettur í skálina. Þannig geta gæludýrin alltaf fengið rétt magn af mat á réttum tíma, þó að við séum ekki heima.
Einföld og þægileg hönnun
Tækið getur geymt allt að 1.8kg af þurrmat, eða í kringum 20 daga forði. Matargeymslan heldur matnum ferskum og þurrum og þegar það er komið að matartíma þá skammtar tækið völdu magni sem að dettur í skálina fyrir neðan. Í þeim tilvikum sem að netið eða rafmagn dettur út er hægt að vera með rafhlöður í tækinu svo að matnum er alltaf skammtað.
Tenging við snjallheimilið
Með því að para matarskammtarann við Xiaomi Home appið er hægt að fá áminningar þegar það er komið að því að fylla á matinn. Í gegnum appið er líka hægt að setja tímaplan eða setja handvirkt mat í skálina, jafnvel þótt við séum ekki heima.
Bara það besta fyrir gæludýrin
Vörukynningunni er í raun formlega lokið núna, en við gátum ekki fengið nóg af þessum krúttlegu myndum þannig við vildum að þið fengjuð að njóta þeirra líka.
Previous slide
Next slide
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun