Flúðafjör í Hvítá

Frábær ferð í flúðasiglingar niður Hvítá fyrir ævintýragjarna náttúruunnendur

Nánari Lýsing

Arctic Rafting býður upp á flúðasiglingar og ævintýri í Hvítá á Suðurlandi örstutt frá Gullfossi og Geysi. Frábært fjör fyrir einstaklinga og hópa. Innifalið í ferðinni er aðgangur að sturtum, heitum pottum og saunu eftir siglinguna.

Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsána.

Heitir pottar, sauna og veitingar
Drumboddsstaðir bjóða ekki einungis upp á flúðasiglingar. Á staðnum er að finna heita potta, sauna-klefa, veitingastað og bar. Við erum nýbúin að endurnýja búningsklefa og bæta við heilli viðbyggingu.

Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar.


Bæta við í Apple Veski

Gjafabréf í Veskið

Veskið er þar sem þú geymir og nálgast flug- og bíómiðana, afsláttarkortin, debet- og kreditkortin þín og Aha Gjafabréfin!

Gift certificate

Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple Veskið.


  25 tilboð seld
Fullt verð
17.990 kr.
Þú sparar
5.397 kr.
Afsláttur
30 %
Smáa Letrið

Hvað er innifalið?
Flúðasigling niður Hvítá með sérþjálfuðum leiðsögumanni.
Allur mikilvægur búnaður; blautgalli, björgunarvesti, neofren skór, hjálmur og ár.
Fljótandi heimsókn í gegnum Brúarhlöður.
Sána og sturta til að hlýja sér eftir ferðina
Upplifun í litlum hópi! Einungis 8-10 farþegar í hverjum flúðabát

Þú þarft að kunna að synda
Í Flúðafjör er 11 ára aldurstakmark.
Í Fjölskylduflúðafjör er 8 ára aldurstakmark. Sú ferð er sérstaklega útfærð með börn frá 8 ára aldri í huga.
Það er hinsvegar ekki aldursþak, bara að vera heilbrigð/ur og að treysta sér til þess að fara í kalda jökulsá.
Ef þú getur ekki verið án gleraugna þá mælum við með að koma eða kaupa Chums af okkur á Drumbó.

Þú getur komið með myndavélina þína, en ef hún er ekki vatnsheld þá mun hún eyðileggjast.
Því hefur þú þrjá möguleika:
Þú átt vatnsheldna myndavél og tekur hana með þér.
Þú leigir GoPro frá okkur á Drumbó
Þú kaupir einnota vatnshelda myndavél frá okkur á Drumbó

Endilega hafðu samband með því að senda okkur póst á netfangið info@arcticrafting.is

Gildistími: 15.05.2025 - 15.09.2025

Notist hjá
Drumboddsstaðir River Base, 806 Selfoss

Vinsælt í dag