Gjafabréf í Hellana við Hellu með leiðsögn
Nánari Lýsing
Um ferðina
Hellarnir við Hellu bjóða upp á leiðsögn um undirheima Suðurlands. Þar munt þú fá tækifæri til að kanna manngerða og dularfulla hella sem eru fyrir margt sögulegir og saga þeirra er umvafin dulúð. Hellarnir eru taldir vera elstu fornleifar á Íslandi sem enn standa og hafa þeir nú verið opnaðar fyrir gestum. Sumir telja að hellarnir séu gerðir fyrir landnám norrænna manna á Íslandi.
Í ferðinni verður þér leiðbeint um fjóra hella þar sem þú munt fræðast og heyra sögurnar sem gengið hafa mann fram af manni í fjölskyldunni sem sinnir hellunum.
Hellarnir við Hellu eru staðsettir á mjög heppilegum stað við hringveginn, á bænum Ægissíðu við Hellu. Bókaðu hellaferð núna og upplifðu áhugaverða sögu undirheima Suðurlands.
Leiðsögnin byrjar í móttökunni við þjóðveg 1 og tekur rúman klukkutíma.
Gjafabréf í Veskið
Veskið er þar sem þú geymir og nálgast flug- og bíómiðana, afsláttarkortin, debet- og kreditkortin þín og Aha Gjafabréfin!
Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.
Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.
Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple Veskið.
Fullt verð
5.490 kr.Þú sparar
1.098 kr.Afsláttur
20 %Smáa Letrið
Hvað er innifalið?
- Aðgangur og leiðsögn um Hellana við Hellu.
- Leiðsögnin tekur rúma klukkustund.
Vinsamlegast athugið
- Mæting 15 mín fyrir áætlaðan leiðsagnartíma.
- Við skoðum hellana og umhverfi þeirra, vinsamlega verið því tilbúin í stuttan göngutúr milli hellanna og klæðið ykkur eftir veðri.
- Það er svalt í hellunum og því er gott að vera í þykkri peysu eða léttri úlpu.
- Ekki gleyma myndavélinni eða símanum!
- Almenningssamgöngur eru í nágrenninu og strætóstoppistöð er á Hellu.
- Ferðir með íslenskri leiðsögn eru aðeins í boði fyrsta laugardag hvers mánaðar yfir vetrartímann en svo aukum við framboð á ferðum á íslensku yfir sumarmánuði.
Afpöntunarstefna
- Hægt er að afpanta án kostnaðar allt að sólarhring fyrir bókaða leiðsögn en eftir það er ekki endurgreitt.
- Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum okkar.
Gildistími: 11.11.2024 - 11.11.2025
Notist hjá
Vinsælt í dag