Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Isabel Allende

Hús andanna er heillandi og stórbrotin ættarsaga þar sem litríkar persónur, lífs og liðnar, taka þræði örlaganna í eigin hendur og missa þá á víxl. Clara del Valle, Esteban Trueba, afkomendur þeirra, tengdafólk og nágrannar verða ljóslifandi í leiftrandi skemmtilegri frásögn sem markast af ósviknu suðuramerísku töfraraunsæi. Í þessari undraverðu sagnaveröld eru ættarstolt, yfirskilvitlegir eiginleikar og holdlegar ástríður ráðandi öfl í lífi fólksins sem tekst á við umrót og átök í landi sínu á viðsjárverðum tímum; saga fjölskyldunnar verður þjóðarsaga, fortíðin endurómar í nútíðinni.

Bókin birtist fyrst á spænsku 1982, vakti strax mikla athygli, vann til fjölda verðlauna og var fljótlega þýdd á tugi tungumála. Rómuð íslensk þýðing Thors Vilhjálmssonar kom fyrst út 1987. Isabel Allende er fædd í Chile 1942 en hraktist í útlegð við valdarán hersins 1973 þegar föðurbróðir hennar, Salvador Allende forseti, var myrtur. Hún býr nú í Kaliforníu. Hús andanna var fyrsta skáldsaga hennar og sú sem náð hefur langmestri hylli og útbreiðslu. Sagan var kvikmynduð 1993.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 20 klukkustundir og 6 mínútur að lengd. Halldóra Geirharðsdóttir les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun