Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sven Nordqvist

Á litlum bæ í sænskri sveit er runninn upp Þorláksmessudagur og í nógu að snúast. Pétur á eftir að kaupa inn fyrir jólin en fyrst þarf að moka snjó. Síðan á eftir að höggva jólatréð, skúra eldhúsgólfið, baka piparkökur og finna jólaskrautið. En hvaða ansans vandræði eru þetta? Pétur verður fyrir slysi á versta tíma og kötturinn Brandur sér ekki fram á annað en gulrætur, kartöflur og sild í jólamatinn. Allt stefnir í heldur gleðisnauð jól hjá þeim félögum.