Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Katrine Engberg

Ung kona er myrt með hrottafengnum hætti á heimili sínu í Kaupmannahöfn. Lögregluforingjunum Jeppe Kørner og Anette Werner er falin rannsókn málsins. Í fyrstu beinist grunur að leigusala ungu konunnar, Esther de Laurenti. Hún er með glæpasögu í smíðum og hefur gert ungu konuna að einni sögupersónu í sögunni þar sem hennar bíða svipuð örlög og í veruleikanum. En skuggar fortíðar leiða rannsóknina brátt á rétta braut þótt ískyggileg atvik setji óvænt strik í reikninginn.

Fyrsta bókin í mögnuðum glæpasagnaflokki um lögregluforingjana Jeppe Kørner og Anette Werner. Bækurnar hafa slegið í gegn og vermt efstu sæti vinsældalista víða um heim.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun