Léttara og betra líf er leiðarvísir danska ráðgjafans og sjónvarpskonunnar Lene Hansson til heilsubótar og vellíðunar – átta vikna áætlun þar sem hollmeti og hreyfing vísar veginn til breyttra og bættra lífshátta.
Í bókinni er farið í gegnum vikurnar átta frá degi til dags og í hverri viku færðu:
• fræðslu og leiðbeiningar um næringu og heilsu
• hvatningu vikunnar
• hreyfingaráætlun
• matseðil
• innkaupalista
• uppskriftir
Markmiðið er ekki að færa þér skyndilausn heldur skapa grundvöll fyrir heilbrigðan lífsstíl og léttara og betra líf til frambúðar.
Aftast í bókinni er matardagbók og fjöldi girnilegra og hollra uppskrifta með glæsilegum litmyndum.
Lene Hansson er meðal annars menntuð í næringarráðgjöf og óhefðbundnum lækningum af ýmsu tagi auk þess sem hún hefur bakgrunn sem líkamsræktarþjálfari. Hún hefur sent frá sér fjölda bóka um mataræði og heilsu, gert sjónvarpsþætti og skrifað í blöð og tímarit.
Athugasemd útgefanda: Það urðu þau leiðinlegu mistök að á blaðsíðu 294 í bókinni stendur að bygggras sé sýrumyndandi en það er basamyndandi og hefur þ.a.l. mjög góð áhrif á meltinguna.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun