Sapna Sinha er 23 ára afgreiðslustúlka á lúsarlaunum sem býr með systur sinni og móður, er skotin í nágrannanum og lætur sig dreyma um að verða ritstjóri á bókaforlagi. Einn góðan veðurdag kemur einn ríkasti maður Indlands að máli við hana og gerir henni ótrúlegt tilboð: að hún verði stjórnarformaður fyrirtækjasamsteypu hans ef hún leysi sjö þrautir. Hvað gengur manninum til? Er Sapna leiksoppur eða hin útvalda? Og hvernig fléttast myrk fortíð fjölskyldunnar inn í þetta allt saman?
Þegar Sapna lætur slag standa hefst svo æsileg atburðarás að lesandinn hefur varla undan að fletta síðunum á þeysireið um þetta litríka og einstæða samfélag, fullt af andstæðum fegurðar og ljótleika.
Vikas Swarup er höfundur metsölubókanna Viltu vinna milljarð? og Sex grunaðir. Í sögum hans má finna kraftmikla blöndu af ævintýraveröld Bollywood-mynda, aldagamalli indverskri speki og raunsæi sem engu hlífir.
Ísak Harðarson þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun