Höfundar: Sveindís Jane Jónsdóttir, Sæmundur Norðfjörð
Sagan af Sveindísi Jane heldur áfram!Hún keppir nú með unglingalandsliðinu fyrir hönd Íslands. Baráttan er við erfiða mótherja fremstu liða heims. En það er ekki bara baráttan við mótherjana sem er erfið, það er ekki síður flókið að eiga við samherjana. Sumir þeirra haga sér meira að segja ansi undarlega eins og til dæmis hún Mæja pæja.Sveindís Jane heldur áfram að sýna leikni sína og færni á knattspyrnuvellinum í nýrri bók. Hin stórkostlega mamma hennar og hinn rólyndi faðir styðja hana með ráð og dáð og áfram heldur mamma hennar að koma okkur á óvart með hvatvísum ákvörðunum. Hér er á ferð saga sem hittir alla íþróttaiðkendur í hjartastað.