Xiaomi C200 innandyra öryggismyndavél
360° öryggismyndavél fyrir heimili, skrifstofur og bústaði
1080P upplausn | 360° hreyfigeta | Infrarauð nætursjón | Eltir hreyfingu
Öryggismyndavél sem vaktar allt svæðið
C200 nær að vakta stórt svæði en vélinni er hægt að snúa í appinu 360° til hliðanna og 104° upp og niður. Myndavélin getur einnig elt hreyfingar með notkun gervigreindar og sent tilkynningar í síma þegar hreyfing er á sjónsviði myndavélarinnar.
Sofðu rótt með öryggið á oddinum
C200 er með 940nm infrarauðri nætursjón. Vélin sér einstaklega vel í lágum birtuskilyrðum og gefur ekki frá sér ljós sem gæti truflað værann svefn.
Skoðaðu upptökur í rauntíma
Með því að tengja C200 við önnur snjalltæki eins og Mi Smart Clock er hægt að sjá upptökur og rauntímastreymi á skjá vekjaraklukkunar.
Skynjar hreyfingu og sendir tilkynningar
C200 er með uppfærðu gervigreindar reikniriti. Gervigreindin er betur í stakk búin að greina hreyfingar og mannaferðir og senda tilkynningar í síma. Gervigreindin sér einnig til þess að sía út óþarfa tilkynningar. Hægt er að stilla myndavélina þannig að hún elti hreyfingar.
Tvíhliða samtöl í rauntíma
Með Xiaomi Home appinu er hægt að hefja tvíhliða samtal í rauntíma þökk sé innbyggðum míkrófón og hátalara í myndavélinni. Myndavélin nær að taka upp hljóð frá allt að 5 metrum og síar út óþarfa læti fyrir skýrari samtöl.
Staðbundin geymsla + skýjageymsla = meira öryggi
Hægt er að setja SD kort í myndavélina sem vistar upptökur þegar hreyfing er skynjuð. Myndavélin tekur allt að 256GB stórt SD kort. Eftir að myndavélin hefur verið tengd við Xiaomi Home appið vistast allt að 9 sekúndna myndbönd í allt að 3 mánuði í skýjageymslu. Ef þörf krefur er hægt að kaupa aðgang að stærri hýsingu með lengri upptökum í hvert sinn.
microSD kort
Allt að 256GB
Skýjageymsla
Ótakmörkuð geymsla
Upp eða niður, þitt er valið!
Styður hefðbundna og öfuga festingu. Myndavélina er hægt að hengja í loft eða einfaldlega leyfa henni að sitja á borði.
Myndavélinni fylgir festing sem er auðvelt að skrúfa í loft. Til að snúa myndinni við þarf bara að snúa skjánum í stillingum myndavélarinnar.
Einföld uppsetning í þremur skrefum
Náðu í Xiaomi Home appið og stofnaðu aðgang/skráðu þig inn
Tengdu myndavélina í rafmagn og bíddu eftir að það komi appelsínugult ljós hjá linsunni
Ýttu á plúsinn (+) í efra hægra horninu og leitaðu að C400, fylgdu leiðbeiningum í appinu og vélin verður tilbúin til notkunar
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun