Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Janet Skeslien Charles

Daría er ung, falleg og vel menntuð – en hún býr í Odessu í Úkraínu þar sem atvinnuleysi er gríðarlegt og mafíósar ráða lögum og lofum. Þegar Daría fær loks gott starf þarf hún að verjast ágengum yfirmanni og óttast brottrekstur á hverri stundu.

En svo býðst henni aukavinna hjá hjónabandsmiðlun sem sérhæfir sig í að finna úkraínskar konur handa einmana Ameríkönum og þó að hún dýrki heimaborg sína fer fyrirheitna landið að freista hennar – Bandaríkin, þar sem allt er svo frjálst og æðislegt …

Þessi fyrsta bók Janet Skeslien Charles – sem hefur verið lýst sem bræðingi Aðþrengdra eiginkvenna og Stutts ágrips af sögu traktorsins á úkraínsku – er létt og dásamlega kaldhæðin saga um vonir og vonbrigði konu sem lætur ekki kúga sig heldur er reiðubúin að fórna öllu fyrir mannsæmandi líf.

Salka Guðmundsdóttir þýddi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun