Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli.