Ástin og tíminn, tvö sterkustu öflin í mannlegri tilveru, eru meginstefin í þessari seiðmögnuðu bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem inniheldur tólf smásögur. Hún fylgir árhringnum, hver frásögn ber nafn eins mánaðanna og fléttast þær þannig saman bæði í efni og byggingu. Þetta er bók um tryggð og svik, hamingju og sorg, lævíslegar grunsemdir og grunsamlegar ímyndanir, ástríðufulla þrá og leik að eldi …
Sjaldan hefur Ólafi Jóhanni tekist eins vel upp og í þessari bók en fyrir hana hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006 í flokki fagurbókmennta.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 7,5 klukkustundir að lengd. Hallmar Sigurðsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun