Enginn tekur eftir Sögu. Þannig hefur það alltaf verið. Hún sér líka hluti sem enginn annar sér en er löngu búin að læra að þegja yfir því. Eftir að húshjálpin í kjallaranum hverfur sporlaust og í hennar stað birtist skuggalegur óvættur fær Saga loks skýringu á því hvers vegna hún er öðruvísi en aðrir. En það er skýring sem erfitt er að horfast í augu við og um leið upphafið að ótrúlegu ævintýri.
Skuggasaga – Arftakinn er fyrsta bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur, margslungin og spennandi furðusaga fyrir alla aldurshópa sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 10 klukkustundir og 44 mínútur að lengd. Íris Tanja Flygenring les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun