Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristín Erna Arnardóttir

„Ef þú íhugar hvert skref til fullnustu stendur þú á öðrum fæti allt lífið,“ eru einkunnarorð Arnar Björnssonar, fyrrverandi útibústjóra Íslandsbanka á Húsavík, sem hér segir frá ævintýralegum lífsferli sínum á sinn sérstaka hátt.

Hestamaður, veiðimaður, eiginmaður, skrifstofumaður, bóndi í Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu og síðast sem útibústjóri Íslandsbanka á Húsavík, hefur Örn ávallt fylgt þessum einkunnarorðum sínum.

Það skiptast á skin og skúrir í lífi Arnar sem og í íslensku samfélagi. Í gegnum ferðalag hans frá fjögurra ára aldri til dagsins í dag kynnumst við þróun samfélagsins, atvinnulífs og menningu á tímum umbreytinga og mikilla framfara. Við fáum einnig innlit í endalok uppgangstímans í bankakerfinu fyrir hrun, en 23 ára starfsferli Arnar sem útibústjóra lauk nokkrum dögum áður en íslenska fjármálakerfið hrundi árið 2008.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun