Höfundur: Jón J. Hjartarson
Systkinin Ágúst og Dagrún halda í útilegu með leiðsöguhundinum Ottó.
Ágúst hefur forystuna enda skáti og þaulvanur að takast á við erfiðar aðstæður. Saman yfirstíga þau marga torfæru á leið sinni upp fjallið Kistu sem er illkleift og um það leikur andi gamallar hjátrúar.
Þegar þau lokast af í dimmum hellisgeimi, djúpt í fjallinu, snúast hlutverkin við. Dagrún sem er blind skynjar betur þennan myrka heim.
Það er undir styrk hennar og vilja komið hvort þau bjargast úr þessari ógnvekjandi töfraveröld.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun