Barn náttúrunnar er fyrsta bók Halldórs Laxness. Hann var aðeins sautján ára þegar hún kom út haustið 1919 og sagði sjálfur löngu síðar að hún væri sín besta bók, því hún geymdi óm bernskunnar.
Hulda er ótamið náttúrubarn og heimsmaðurinn Randver fellur fyrir töfrum hennar, þrátt fyrir ásetning um annað. En hún vill kynnast veröldinni og fara burt úr sveitinni sinni, hann hefur loks fundið sér tilgang og samastað og vill vera um kyrrt. Ástarsaga þeirra verður því átakasaga þar sem heitar tilfinningar og stórar hugsjónir eru í húfi – framtíðardraumar
þeirra og þrár.
Þessi heillandi bernskusaga Nóbelsskáldsins er nú gefin út í tilefni 100 ára útgáfuafmælis. Með fylgir formáli höfundarins að annarri útgáfu sögunnar frá 1964, og nýr eftirmáli Halldórs Guðmundssonar.
Þessi útgáfa sögunnar er með nútímastafsetningu.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun