Flokkar:
Höfundur: Kristinn Guðbrandur Harðarson
Bókin, Dauðabani vaktu yfir okkur, eftir Kristinn Guðbrand Harðarson er gefin út af Nýlistasafninu samhliða sýningu listamannsins á Sequences listahátíð 2019. Bókin er sjálfstætt verk og er á mörkum mynd- og ritlistar með ljóðrænu ívafi.
Bókin er prýdd myndum og skissum eftir listamanninn, broti af öllum þeim mynda- og textabútum sem eru á stöðugu flugi í umhverfi okkar, ytra og innra. Þetta eru orð og setningarbrot sem óma í huganum og dansa þar, sumar bein speglun að utan en aðrar koma úr minningarbanka og vinnsluferli hugans.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun