Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ásmundur Friðriksson

Edvard Júlíusson fæddist uppi á lofti í gamalli saltfisksgeymslu á Dalvík. Salt jarðar og fiskurinn nærði líkama hans frá blautu barnsbeini og gaf honum mátt til að hefja farsæla lífsgöngu fyrir mynni Svarfaðardals, þaðan sem hann er ættaður. Gangan var rétt að hefjast þegar Dalvíkurskjálftinn reið yfir og íbúarnir neyddust til að flytja að heiman. Eddi keypti sér bát og byssu fyrir fermingarpeninginn og fór snemma að leggja heimilinu til fjárhagsstuðning. Næstu áratugi var Eddi farsæll sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður. Saga hans er saga síldveiða fyrir Norðurlandi, netaveiða við Suðurland og útgerð og fiskvinnsla í Grindavík með allt að 100 manns í vinnu. Á því lífsskeiði þegar atorka hans og lífskraftur var hvað mestur haslaði hann sér völl í bæjarstjórn Grindavíkur og varð einn af hvatamönnum þess að hefja starfsemi Bláa lónsins. Þar fékk hann vindinn í fangið eins og á sjónum en komst fyrir boða og sker vegna þeirrar virðingar og trausts sem hann hafði áunnið sér. Þetta hugarfóstur hans, Bláa lónið, er nú einn þekktasti ferðamannastaður heims. Á gamalsaldri neyddist Eddi í annað sinn á ævinni til að yfirgefa heimili sitt vegna jarðskjálfta – þegar jarðhræringarnar miklu hófust á Reykjanesskaga. Áhugaverð og stórmerkileg ævisaga Svarfdælings sem settist að í Grindavík og vann þar mikil afrek í framkvæmdum með öflugu samstarfsfólki.
Bókin er gefin út í tveimur bindum i veglegri öskju. Fjöldi mynda prýðir bókina. Höfundurinn, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og rithöfundur, er þekktur fyrir fjörlegan stílsmáta sem nýtur sín vel í þessu mikla verki.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun