Sögufélag hefur nú hafið endurútgáfu þeirra Sýslu- og sóknalýsinga Hins íslenska bókmenntafélags sem lengi hafa verið ófáanlegar. Útgáfan er löngu uppseld og því hefur Sögufélag ráðist í endurútgáfu á lýsingunum og hafa þeir Guðmundur R Guðmundsson sagnfræðingur og Svavar Sigmundsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast undirbúning útgáfunnar.
Í bókinni eru ítarlegar lýsingar á sýslunni og flestum sóknum hennar, skrifaðar af staðkunnugum mönnum á fyrstu áratugum nítjándu aldar, áður en nútíminn gekk í garð, og í henni eru birtar myndir af kirkjum og nokkrum höfundanna. Í viðauka eru sýnd sóknamörk og gamlar götur eftir korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844.
Sýslu- og sóknalýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu eru grundvallarrit um örnefni og lýsingar á fornum leiðum á svæðinu og kjörið rit fyrir þá sem unna sögu og staðfræði á suðvesturhorni landsins.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun