Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Fjodor Dostojevskí

Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí er viðburðarík skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1861 og hefur frá upphafi notið mikillar hylli lesenda. Hún gerist í Sankti Pétursborg og fjallar um gæsku og illsku, ástir og svik, örvæntingu og stéttaskiptingu – og samspil alls þessa í lífi eftirminnilegra sögupersóna.

Vanja er upprennandi rithöfundur sem berst í bökkum. Flókin samskipti við æskuástina og hennar fólk eru honum erfið en raunir hans aukast enn þegar Nellý verður á vegi hans – kornung stúlka sem á engan að; af veikum mætti reynir hann að forða henni frá götunni og illmenninu Valkovskí fursta.

Ingibjörg Haraldsdóttir skáld (d. 2016) þýddi margar af helstu skáldsögum Dostojevskís á íslensku, fyrst Glæp og refsingu sem kom út 1984. Hún hóf þýðingu á Hinum smánuðu og svívirtu en varð snemma frá að hverfa sökum veikinda og við tók Gunnar Þorri Pétursson sem lauk þýðingunni á þessu mikla verki og ritar auk þess fróðlegar skýringar og eftirmála. Þau hlutu Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 fyrir verkið.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun