Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hans-Ulrich Treichel

Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar flýja ung hjón úr austurhéruðum Þýskalands undan Rússum og í miðjum glundroðanum týna þau syni sínum. Í vestri koma hjónin undir sig fótunum og efnast í blómstrandi viðskiptalífi áranna eftir stríð, en skuggi hvílir yfir allri tilveru þeirra – leitin að frumburðinum, Arnold, sem týndist á flóttanum. Síðar fæðist þeim sonur sem segir söguna af leitinni að Arnold og því hvernig ósk foreldranna um að finna frumburð sinn stjórnar lífi þeirra allra með ægivaldi.

Sagan um týnda soninn kom út í Þýskalandi árið 1998 og vakti strax gríðarlega athygli og einróma lof gagnrýnenda. Með meistaralegri frásagnartækni lýsir Hans-Ulrich Treichel samfélagi sem situr í fjötrum efnishyggju og vísindadýrkunar og óttast ekkert meira en mannlega nálægð og heitar tilfinningar. Frásögnin er fjarræn og köld, stundum tekur hún á sig yfirbragð skýrslugerðar, en snýst þegar minnst varir upp í óborganlegt skop um þann heim sem hún lýsir. Um leið má hér sjá táknmyndir af sundraðri þjóð sem óttast svo fortíð sína að hún reynist ófær um að horfast í augu við hana og miðla reynslu sinni til nýrra kynslóða.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun