Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Helgi Guðmundsson, Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson listmálari er löngu þjóðkunnur sem einn okkar helsti listamaður og hefur frægð hans borist víða. Í þessari bók segir hann þroskasögu sína, rekur uppvöxt sinn á Norðfirði og greinir frá kynnum sínum af fjölda fólks, sveitadvöl, sjómennsku og námsárunum í Reykjavík og síðar Kaupmannahöfn þar sem hann settist að. Tryggvi er bráðskemmtilegur lífskúnstner og mikill sögumaður sem fer víða þegar hann tekur flugið. Hann segir hér margar óborganlegar sögur af alls konar uppákomum en einnig kennir oft alvarlegri undirtóns og viðhorf hans til lífsins og listarinnar koma skýrt fram.

Helgi Guðmundsson hefur fært orð Tryggva í letur. Honum tekst mætavel að fanga frásögnina og koma henni til skila að hætti Tryggva svo eftir stendur ljóslifandi lýsing á listamanninum og samferðamönnum hans.

Bókin er ríkulega myndskreytt, meðal annars sjaldséðum litmyndum af mörgum málverkum Tryggva frá upphafi ferils hans.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun