Fjölskyldur eru margbreytilegar og ímyndin um „hefðbundna“ kjarnafjölskyldu á sannarlega ekki alltaf við. Stjúpfjölskyldur þar sem annar eða báðir aðilar sem til þeirra stofna eiga barn úr fyrra sambandi verða stöðugt algengari og um leið fjölgar þáttum sem geta valdið óvissu og togstreitu. Aðlögun að lífi einhleyps foreldris, samskipti við fyrrverandi maka og óraunhæfar væntingar geta haft áhrif á hvernig til tekst. Bæði fullorðnum og börnum líður stundum eins og þau séu á jaðri fjölskyldunnar, þau efast um hlutverk sitt í henni og hvort þau tilheyri henni í raun.
Höfundur fjallar hér um algengar aðstæður í stjúpfjölskyldum frá ýmsum hliðum, rekur reynslusögur og bendir á leiðir til að takast á við vandamál á uppbyggilega hátt og taka mið af þörfum bæði barna og fullorðinna. Þetta er einkar fróðleg og þörf bók um fjölskyldulíf og mannleg samskipti.
Valgerður Halldórsdóttir er menntaður félagsráðgjafi, MA. Hún hefur einnig lokið námi í kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda, BA-prófi í stjórnmálafræði og námi í sáttamiðlun. Hún opnaði vefsíðuna stjuptengsl.is árið 2004 og stofnaði árið 2005 Félag stjúpfjölskyldna og er formaður þess. Hún hefur haldið fjölmörg erindi og námskeið um málefni stjúpfjölskyldna, kennt bæði á framhalds- og háskólastigi og rekur nú Vensl ehf., þar sem hún veitir ráðgjöf og fræðslu og heldur námskeið.
Hver er í fjölskyldunni? kom fyrst úr árið 2012 og hefur nú verið endurútgefin.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun