„… þegar hljómsveitin byrjaði á „Miss You“ birtust risastór, hvít fiðrildi …“
Vinkonurnar Tess og Doll eru að ljúka Ítalíuferð sinni í Flórens og þar verður Gus sem snöggvast á vegi þeirra. Hann og Tess eru eins og sköpuð hvort fyrir annað þótt þau viti það ekki sjálf. En þegar heim kemur grípa örlögin harkalega í taumana og líf Tess tekur skyndilega allt aðra stefnu en hún hafði ætlað. Árin líða og oft munar ótrúlega litlu að leiðir þeirra Tess og Gus liggi saman aftur – en þau farast sífellt á mis.
Kate Eberlen stundaði nám við Oxfordháskóla og hefur starfað við enskukennslu. Hvít fiðrildi er fyrsta bók hennar og vakti mikla athygli; þýðingarréttur hefur þegar verið seldur til nærri 30 landa.
Halla Sverrisdóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun