Rithöfundurinn Ruben Gallego fæddist með heilahrörnunarsjúkdóm en afi hans skammaðist sín svo fyrir drenginn að hann sendi hann burt aðeins ársgamlan og taldi móður hans trú um að hann væri dáinn. Æska Rubens, sem ólst upp á sovéskum stofnunum, einkenndist af andlegri og líkamlegri vanrækslu og auðmýkjandi aðstæðum. En hann lét aldrei bugast; sterk sjálfsbjargarviðleitni og sannleiksþorsti kveiktu með honum von og löngun til betra lífs.
Saga Rubens sýnir hvernig hægt er að sjá hið góða í því smáa og hvernig óbilandi kjarkur getur fleytt mannskepnunni í gegnum ótrúlegustu raunir.
JPV útgáfa gefur út söguna Hvítt á svörtu eftir rússneska höfundinn Ruben Gallego. Bókin, sem kemur út beint í kilju, hlaut rússnesku Booker-verðlaunin árið 2003 og hefur komið út á fjölda tungumála.
Helga Brekkan þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun