Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Karin Smirnoff

Í norðurhluta Svíþjóðar virðast alþjóðleg stórfyrirtæki ætla að fara ránshendi um viðkvæmar náttúruauðlindir. Miklir peningar eru í spilinu og hafa glæpahópar hreiðrað um sig í þessu villta vestri nútímans.
Mikael Blomquist er á leið norður í brúðkaup dóttur sinnar en smám saman sogast hann í atburðarás sem leiðir hann aftur á braut rannsóknarblaðamannsins. Lisbeth Salander er einnig á leið norður. Rétt eina ferðina liggja leiðir þeirra saman í óvæntri en æsispennandi fléttu samsæra og svika. Ný bók sænska metsöluhöfundarins Karin Smirnoff í Millennium-bókaflokknum, sem Stieg Larsson hrinti af stokkunum, hefur slegið í gegn víða um heim.

„Algerlega frábært sjálfstætt framhald á seriunni.“ – Femina
„Það var snilldarbragð að láta Karin Smirnoff taka við keflinu af David Lagercrantz. Enginn hefði getað gert þetta betur – nema ef vera skyldi Stieg Larsson sjálfur.“ – Uppsala nya Tidning
„Æsispennandi söguþráður … Millennium-bókaflokkurinn mun eiga langt líf fyrir höndum.“ – Svenska Dagbladet
„Ég gleypti bókina í mig. Smirnoff er hún sjálf í sporum Stieg Larssons.“ – Weekendavisen
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun