Flokkar:
Höfundur: Anna María Bogadóttir
Anna María Bogadóttir arkitekt hefur gefið út bækur um arkitektúr og manngert umhverfi og ritstýrt bókum um sama efni. Í Jarðsetningu brúar hún bilið milli arkitektúrs og bókmennta í frumlegum texta og lifandi myndum.
Samhliða bókinni gerði Anna María kvikmyndina Jarðsetning þar sem áhorfendur verða vitni að niðurrifi byggingarinnar og mæta afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar. Upptökur fóru fram á árunum 2017-2018 og hvílir bankabyggingin nú á urðunarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni eru bæði stillur úr kvikmyndinni og ljósmyndir eftir Önnu Maríu auk ljósmynda úr miðborg Reykjavíkur frá miðri 20. öld.
Bókin er gefin út í samstarfi við Úrbanistan.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun