Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Joachim B. Schmidt

Kalmann Óðinsson situr í haldi FBI og skilur hvorki upp né niður. Dagsferð hans með bandarískri fjölskyldu sinni til Washington D.C. hlaut óvæntan endi og allt í einu liggur heil ósköp á að senda hann aftur heim til Íslands. En þar ríkir engin lognmolla heldur: Morð er framið og virðist tengjast atburðum frá tímum kalda stríðsins. Og hver skyldi best til þess fallinn að rannsaka málið? Korrektomúndó. Það er að sjálfsögðu sjériffinn á Raufarhöfn.

Kalmann og fjallið sem svaf er framhald verðlaunabókarinnar Kalmann sem kom Raufarhöfn á heimskortið og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Bókin komst á metsölulista Der Spiegel, hlaut Crime Cologne-glæpasagnaverðlaunin, var tilefnd til Specsavers-verðlaunanna sem besta frumraunin og Petrona-verðlaunanna sem besta þýdda norræna glæpasagan.

Joachim B. Schmidt er fæddur árið 1981 í Sviss en hefur búið á Íslandi síðan 2007. Bjarni Jónsson þýddi en hann hlaut Ísnálina 2022 fyrir þýðingu sína á fyrri bókinni.

ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 47 mínútur að lengd. Hinrik Ólafsson les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun