Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ragnheiður Eiríksdóttir

Þegar Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir situr fyrir svörum um kynlíf og kynhegðun streyma spurningarnar inn. Og ástæðan er augljós: Svörin hennar eru greinargóð og heiðarleg, á mannamáli, laus við tepru og passlega sexí.

Hér birtist úrval spurninga sem Ragga hefur fengið og svarað – frá konum og körlum, ungum og öldnum; um gamalkunnug málefni og nýstárleg, algeng og sjaldgæf, einföld og flókin. Auk þess geymir bókin gullkorn úr fjölda nýrra viðtala sem Ragga hefur tekið við fólk á öllum aldri um óskir þess og langanir í kynlífinu.

Kynlíf – já, takk er fróðleg og upplýsandi bók, bæði fyrir þá sem hafa stundað kynlíf síðan snemma á síðustu öld og hina sem eru að feta sín fyrstu spor í völundarhúsi Amors.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun