Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jón Óskar

Jón Óskar (1921–1998) var einn af formbyltingarmönnum ljóðsins á Íslandi, atómskáldunum sem svo voru nefnd. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Skrifað í vindinn, árið 1953 og festi sig í sessi sem byltingarskáld með bókinni Nóttin á herðum okkar, 1958. Sú bók var skreytt blekmyndum Kristjáns Davíðssonar en nokkrar þeirra prýða einnig þetta ljóðaúrval.

Jón Óskar lék í djasshljómsveit á yngri árum og dáleiðandi djassryþmi einkennir mörg hans bestu ljóð. Þessum áleitna takti fylgja fyrirheit um ástríðufullar ástir – ljúfar eða leyndar – von og lífsfögnuð.

Sigurður Ingólfsson ritar formála.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun