Flokkar:
Höfundur: Pétur Gunnarsson
Á 12. öld er Róm miðlæg stærð, öll Evrópa er á faraldsfæti til Rómar. Þar leita menn sálu sinni hjálpar og freista þess að greiða götu hennar til himna. Á 21. öld liggja líka leiðir til Rómar en ólíkt pílagrímum fyrri tíma fer Máni þangað á puttanum. Hér vindur fram tveimur sögum og tímarnir fléttast saman, líkt og í síðustu bók Péturs, Myndinni af heiminum, sem var fádæma vel tekið og tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000.
Leiðin til Rómar er framhald hennar og annar hluti í sagnaflokki Péturs, Skáldsaga Íslands.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun