Skáldsagan Lesarinn kom fyrst út á íslensku í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 1998. Hún varð vinsæl hér á landi sem annars staðar enda hörkuspennandi og dramatísk ástar- og örlagasaga.
Í bókinni segir frá hinum fimmtán ára Michael Berg sem veikist hastarlega á leið heim úr skólanum og kastar upp í skuggalegu húsasundi. Kona að nafni Hanna kemur honum til hjálpar og fylgir honum heim. Milli þeirra hefst í framhaldinu ástríðufullt og háskalegt samband sem lýkur skyndilega þegar Hanna hverfur fyrirvaralaust.
Mörgum árum seinna sér Michael Hönnu aftur á óvæntum stað – í réttarsal þar sem hún situr á sakamannabekk.
Gerð hefur verið kvikmynd eftir þessari heimsþekktu sögu þar sem Kate Winslet er í hlutverki Hönnu en Ralph Fiennes og David Kross leika ástmann hennar á ólíkum aldri.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun