Leyniviðauki 4 er þriðja bókin um Stefán Bjarnason verjanda, sem er hörkutól í dómssal en eins og leir í höndum fagurra fljóða. Þetta er spennandi og ófyrirsjáanlegt sakamáladrama kryddað kerskni og hárbeittu háði.
Hrottalegt morð er framið í bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði. Íslenskur verkfræðingur á miðjum aldri situr í haldi lögreglunnar, grunaður um verknaðinn. Þá kemur til kasta Stefáns hæstaréttarlögmanns sem þarf að takast á við óvenjulegar flækjur þar sem Bandaríkjamenn krefjast þess að fá forræði málsins og hafa í hótunum um brottflutning Varnarliðsins. En Stefán stýrir vörninni af þeirri festu og öryggi sem hann er kunnur af, þótt öllu minna fari fyrir stöðuglyndinu í einkalífinu.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 1 mínúta að lengd. Friðrik Erlingssson les.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun