JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Ljóðhús – þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar eftir Þorstein Þorsteinsson en árið 2008 eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Sigfúsar, eins merkasta ljóðskálds Íslendinga á seinni hluta tuttugustu aldar.
Í þessari bók fjallar Þorsteinn um skáldferil Sigfúsar Daðasonar og ljóðabækur hans sex að tölu, skýrir og túlkar einstök ljóð og ljóðaflokka og gerir grein fyrir þróun skáldsins og helstu eigindum verka hans. Ljóðin eru skoðuð í samhengi við sögu evrópskrar ljóðlistar á síðustu hálfri annarri öld og einnig í ljósi samtímaatburða og reynsluheims skáldsins, en Sigfús veitti eigin lífi inn í skáldskap sinn meira en löngum var talið.
Í Ljóðhúsum er dregin upp fyllri mynd af skáldskap Sigfúsar Daðasonar en áður hefur gefist kostur á. Óhætt er að segja að bókin varpi á margan hátt nýju ljósi á skáldið og hlut þess í þeim breytingum sem urðu í ljóðagerð á Íslandi um og eftir miðja tuttugustu öld.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun