Mensa er í senn matreiðslubók og frábærlega skemmtileg sögubók um ævintýri lukkunnar pamfíls sem fékk að gera eldamennsku að ævistarfi.
Ung að árum flytur Ingibjörg Ásta Pétursdóttir til Frakklands og lærir þar að elda franskan mat. Hún dvelur í Marokkó um skeið og tileinkar sér þar matarmenningu heimamanna löngu áður en kúskús sást í íslenskum eldhúsum. Þegar hún flutti til Íslands kom hún á fót helsta tískustað höfuðborgarinnar á sínum tíma, Mensu í Lækjargötu, þar sem frönsk bökugerð og gómsætt bakkesli voru í hávegum höfð.
Eftir áralangt starf við að galdra fram veisluborð hjá Mensu veisluþjónustu gerðist Ingibjörg Ásta frumkvöðull í ferðaþjónustu og stofnaði Hótel Flatey með vinum sínum. Þar hefur hún eldað fyrir þá sem njóta töfra Breiðafjarðar hvert sumar og skapað þeim sem þangað koma ógleymanlegar minningar.
Uppskriftir og matarsögur Ingibjargar eru hrein skemmtilesning en um leið ákaflega ganglegar. Hér er að finna grunnuppskriftir að öllum helstu réttum franska eldhússins sem þess marókkanska og íslenska. Bakkelsi jafnt sem fiskisúpur, markókkanskir pottréttir jafnt sem franskt ratatouille, allt er þetta eldað og borið fram af sannri nautn og kúnst.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun