Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lone Theils

Lík finnst í kirkjugarði í London. Það er af nígerískum prófessor sem hafði verið myrtur með dýrslegum hætti. Skömmu áður hafði hann átt fund með Noru Lind, dönskum fréttaritara í London. Nora er sannfærð um að morðið tengist frægu skilnaðarmáli danskrar raunveruleikastjörnu og rússnesks auðmanns sem berjast um forræði yfir syni þeirra. Leitin að sannleikanum leiðir Noru inn í myrka kima Lundúnaborgar þar sem hún kynnist meðal annars svartagaldri. Í sama mund koma fram brestir í sambandi hennar við Andreas. Bækurnar um Noru Sand hafa slegið í gegn víða um heim. Nornadrengurinn er þriðja bókin sem kemur út á íslensku. Hinar tvær, Stúlkurnar á Englandsferjunni og Kona bláa skáldsins, fengufrábærar viðtökur íslenskra lesenda. Lone Theils var lengi fréttaritari dönsku blaðanna Politiken og Berlingske Tidende í London, en býr nú í Danmörku.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun