Umdeild orðabók um íslenskt slangur, sem kom fyrst út árið 1982, hefur nú verið endurútgefin í bókaflokknum Íslensk klassík. Bókin ber titilinn Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál en ritstjórar hennar voru Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson. Hún hefur verið ófáanleg um langa hríð.
Slangurorðabókin var brautryðjendaverk á sinni tíð og um margt boðberi nýrra tíma í málsögunni. Margir fögnuðu útgáfu hennar og töldu kærkomna uppreisn gegn bókstafstrú í málvöndun en aðrir fordæmdu hana fyrir upphafningu götumáls.
Mörður Árnason, einn ritstjóra bókarinnar, skrifar eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir tilurð bókarinnar og viðtökum og veltir vöngum yfir gríðarlegum samfélagsbreytingum á umliðnum árum – sem aftur hafa mikil áhrif á líf og dauða slanguryrða.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun