Flokkar:
Höfundur: Sindri Freysson
Í Ósýnilegum sögum eru tólf sögur, flestar smásögur en nokkrar örsögur og ljóðaprósar. Örsögurnar eru brýr eða hleðslur milli þessara tveggja forma, ljóðsins og prósans. Þær hvíla lesandann stundarkorn, því hann getur þá eftir að hafa ráfað lengi um stórt, ókunnugt svið snúið sér að lítilli mynd eða atviki sem er ekki jafn krefjandi og lengri sögurnar.
Sindri Freysson hefur sent frá sér tæpan tug bóka frá því að fyrsta bók hans, ljóðabókin Fljótið sofandi konur, kom út árið 1992. Má þar nefna smásagnasafnið Ósýnilegar sögur (1998) og skáldsögurnar, Flóttann (2004) og Dóttur mæðra minna (2009). Fyrir ljóðabókina, Í klóm dalalæðunnar, fékk Sindri verðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun