Ungfrú Pollý er rík en skapvond. Hún hefur aldrei laðast að börnum. En þegar ellefu ára gömul systurdóttir hennar verður munaðarlaus getur hún ekki skorast undan því að taka hana að sér. Þessi stúlka er Pollýanna. Hún er alltaf glöð hvað sem á dynur. Bjartsýni hennar og gleði smitar út frá sér – og hefur undraverð áhrif á alla sem umgangast hana. Líka ungfrú Pollý.
Dásamleg saga um það hvernig gleði og jákvætt hugarfar geta unnið bug á erfiðleikum lífsins.
Pollýanna er ein vinsælasta barnabók allra tíma og jafnan talin til klassískra barnabókmennta. Höfundur hennar, Eleanor H. Porter (1868–1920), skrifaði fjölda barnabóka en Pollýanna er hennar meistaraverk.
Pollýanna kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1913 – en kemur nú út í sjöunda sinn á Íslandi í afbragðsþýðingu Freysteins Gunnarssonar skólastjóra Kennaraskólans.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun