Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Mons Kallentoft

Stokkhólmur árið 2015. Tim Blanck ekur Emme, 16 ára dóttur sinni, út á flugvöll. Hún er á leiðinni með vinum sínum í sumarfrí til Mallorca. Foreldrar hennar höfðu reynt að fá hana ofan af því að fara en hún var ákveðin í að sýna að hún væri að verða fullorðin. En hún kemur aldrei aftur heim. Hún sést í eftirlitsmyndavél yfirgefa næturklúbb og hverfa út í myrkrið. Eftir það spyrst ekkert til hennar.

Þremur árum síðar er spænska lögreglan búin að loka málinu. En faðirinn heldur leitinni áfram og flytur til Palma. Hann er einkaspæjari og fyrrverandi lögreglumaður. Við rannsókn á öðru máli fyrir skjólstæðing finnur hann óvænt vísbendingar um hugsanleg afdrif dóttur sinnar. Við það sogast hann inn í grimmúðlegan spillingarheim þar sem líf hans er í stöðugri hættu.

Áhrifamikil spennusaga í hæsta gæðaflokki um örvæntingarfulla leit föður að dóttur sinni.

Verðlaunahöfundurinn Mons Kallentoft er best þekktur fyrir vinsælar bækur sínar um lögregluforingjann Malin Fors. Sjáðu mig falla kom út í Svíþjóð á síðasta ári og hefur fengið frábærar viðtökur víða um lönd.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 11 klukkustundir og 50 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun