Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Johanna Mo

Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið.

Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta.

Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur.

Íbúar eyjunnar Öland sameinast í leit en það er ekki öllum efst í huga að tryggja öryggi Hugos litla. Og eldri dóttir er ekki það eina sem Thomas Ahlström hefur haldið leyndu fyrir konu sinni.

Í skugganum af máli Ahlström-fjölskyldunnar kemst Hanna að ýmsu um morð sem faðir hennar framdi fyrir mörgum árum – hlutum sem geta reynst henni hættulegir. Og einhver grípur til stöðugt harkalegri aðferða til þess að tryggja að hún komist ekki að sannleikanum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun