Adam er rétt mættur í vinnuna á sálfræðistofunni Sáló þegar barni er rænt úr afgreiðslunni. Síðar sama morgun vélar fyrrverandi eiginkona hans, rannsóknarlögreglukonan Soffía, hann til að taka að sér mál sem Adam er viss um að stangast alvarlega á við siðareglur stéttarinnar. Til að flækja lífið enn frekar haga aldraðir foreldrar hans í Englandi sér stórundarlega og leyndarmálið um Jennýju, hliðarsjálfið sem lakkar á sér neglurnar þegar enginn sér til, er sífellt á barmi þess að komast upp.
Jónína Leósdóttir hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar, meðal annars glæpasögurnar um eftirlaunakonuna Eddu á Birkimelnum. Varnarlaus er tuttugasta bók hennar og önnur sagan um Adam og Soffíu, en sú fyrsta, Launsátur, hlaut frábærar viðtökur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 18 mínútur að lengd. Birna Pétursdóttir les.
Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun