Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Bubbi Morthens

óhreinu börnin hennar evu koma til þín
í leit að vatni
í leit að skjóli
í leit að kærleika
í leit að samúð
í leit að landi
í leit að guði
í leit að faðmlagi og mjúkum beð
í leit að réttri skóstærð fyrir sálina
þúsundir í tjöldum fyrir utan
borgargirðingar
samviskan dregur mörkin
við leifsstöð

Bubbi Morthens veigrar sér aldrei við að taka afstöðu til deilumála samtímans og hér yrkir hann af festu og einurð um eitt þeirra stærstu; viðmót samfélagsins gagnvart fólki á flótta. Beittur og grípandi skáldskapur um mennsku og ómennsku.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun