Þvottur og bón hjá Bílaspa
Nánari Lýsing
Við erum fyrsta hreyfanlega bílaþvottastöðin á Íslandi. Eina sem þarf að gera er að panta tíma á vefsíðu okkar, við komum og þrífum á staðnum ( á höfuborgasvæðinu). Jú, þú last rétt við komum með bílaþvottastöðina til þín! Þú getur verið í ræktinni, vinnunni, í bíó eða jafnvel út að borða með vinunum og á meðan erum við að þrífa bílinn þinn fyrir utan.
Þvottur og bón:
- Efni sem mýkir tjöru og óhreinindi ( sambærilegt tjöruhreinsi en mun umhverfisvænna, frekar lyktarlaust) ef þarf.
- Handþvottur m. gufu og þurrkun með mjúkum örtrefjaklút.
- Skurð og samskeyti þvott með gufu.
- Fljótandi bón borið í skurði og samskeyti.
- Felguhreinsun með sérstökum efnum.
- Glansefni borið á felgur, dekk og aurhlífar.
- Bón á lakk.
- Rúður hreinsaðar og bónaðar að utan.
- Ilmur eftir vali. Ath. aukagjald fyrir mjög skítuga bíla 1.000 kr.
Starfsmenn eru þjálfaðir hjá fyrirtæki Mothers en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða bílavörum. Við notum aðeins hágæða efnin frá Mothers og Tenzi og aðallega umhverfisvænu efnin þeirra sem leysast að 90% upp í náttúrunni og menga ekki fallega landið okkar. Við reynum að notast sem minnst við tjöruhreinsir og þess háttar mengandi efni. Notum efni sem eru sambærileg en ekki eins skaðleg umhverfinu.
Þrifin fara aðallega fram með gufu og því þurfum við aðeins 2L af vatni til að þrífa heilan bíl.
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða ábendingar endilega hafðu samand við okkur í gegnum tölvupóst og við munum svara þér um leið.
Dæmi um lítinn fólksbíl er t.d. Yaris, Aygo, Golf, Polo, dæmi um stóran fólksbíl er t.d. Corolla, Avensis, Passat, Honda Accord. Jepplingar eru t.d. Rav4, Honda CR-V, Lexus IS og dæmi um jeppa eru Land Cruser 90, Hilux og Lexus.
Umsagnir:
Margrét: Þvílikt lukkuleg að hafa dottið niður á auglýsingu frá ykkur. Ánægð með verkið og strax byrjuð að mæla með þjónustunni - Mér fannst algjört æði að fá bílinn þrifinn á planinu og fagurfræðilega séð þá gat ég ekki séð annað en bílinn gljáði og glitraði af hreinleika og ferskleika :) Ég verð örugglega framtíðarkúnni !
Hörður: Ég ákvað að kaupa mér þjónustu við bílaþvott að utan á bíl mínum. Fannst það tilvalið enda bíllinn mjög skítugur eftir ferðalag og með mikla tjöru og flugur að utan. Þegar ég pantaði hélt ég að bíllinn yrði sóttur á staðinn, þ.e. heim til mín eða í vinnuna. Fannst það flott og fín þjónusta. En þegar komið var að því að þvo bílinn, kom þvottastöðin til mín. Þessu hafði ég ekki kynnst áður, en þetta er frábær nýjung í bílaþvotti. Maður þarf ekki að hafa neitt fyrir hlutunum, hvorki að skutlast, vera heima þegar bíllinn er sóttur eða annað sem skerðir tíma manns. Ég mæli hiklaust með þessu, því þetta er góður þvottur og vandað til verka. Reynið og þið munið ekki verða fyrir vonbrigðum.
Salóme: Mér finnst einstaklega sniðugt að geta fengið bílaþvottastöðina heim til mín í stað þess að ég mæti á bílaþvottastöðina og þurfi að bíða þar heillengi á einhverri óspennandi biðstofu. Bílaspa eru stundvísir og virðast mjög vandvirkir. Mun án efa eiga viðskipti við þá aftur!
Gróa: Ég fékk Bílaspa heim í morgun og þvílík þjónusta !!! Starfsmaðurinn á hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og jákvæð samskipti, hjálpsemi og flottar leiðbeiningar. Hafið kæra þökk.
Þórður: Mjög góð þjónusta!
Opnunartími:
Mánudagur 07:30 - 21:00
Þriðjudagur 07:30 - 21:00
Miðvikudagur 07:30 - 21:00
Fimmtudagur 07:30 - 21:00
Föstudagur 07:30 - 21:00
Laugardagur 09:00 - 20:00
Sunnudagur 09:00 - 20:00
Smáa Letrið
Gildir ekki um stóra eða breytta jeppa, húsbíla eða stærri bíla. Gildir ekki með öðrum tilboðum. Panta þarf tíma inná www.bilaspa.is. Eftir að staðfesting hefur borist í pósti með tímapöntun skal senda inneignarmiða og nafn á [email protected]. Gildir aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Bílinn er ekki sóttur heldur er komið á staðinn og hann þveginn þar.
Gildistími: 22.10.2012 - 31.01.2013
Notist hjá
Vinsælt í dag