Hárbeitt, gráglettin og átakanleg saga sem situr í hjartanu að lestri loknum.
Allt leikur í lyndi hjá Asger þar til hann missir vinnuna á auglýsingastofunni. Á endanum fær hann þó starf sem aðstoðarmaður hjá Waldemar, fötluðum manni sem er sérfróður um sjaldgæfa og óhugnanlega sjúkdóma. Saman halda þeir félagarnir í stórkostlegt ferðalag til Marokkó þar sem Waldemar vonast til að fá bót meina sinna hjá heilaranum Torbi el Mekki. En svo virðist sem einhver veiti þeim eftirför …
Dauðinn ekur Audi er þriðja bók Kristians Bang Foss. Henni hefur verið tekið með kostum og kynjum og hlaut hún meðal annars Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins.
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
* * * 1/2
„Stíll höfundar er lipur og skemmtilegur og bókin er fyndin á köflum, sérstaklega í fyrsta hlutanum … situr í huga lesandans að lestri loknum.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / DV
* * * * *
„… tryllingslega fyndin …“
Politiken
* * * * *
„Það er mikill sársauki í þessari bók en einnig húmor, samhugur og von.“
Berlingske
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun